Ný­birtar gervi­hnatta­myndir renna stoðum undir það að Norður-Kóreu­menn séu að endur­byggja eld­flauga­skot­svæði sem þeir höfðu heitið að rífa niður.

Myndirnar sem um ræðir eru af Sohae-svæðinu og voru þær birtar tveimur dögum eftir fund Banda­ríkja­for­setans Donalds Trump og Kim Jong-un, leið­toga Norður-Kóreu. 

Á fundi þeirra síðasta sumar komust þeir að sam­komu­lagi um kjarna­af­vopnun á Kóreu­skaga. Fundinum um daginn, sem fram fór í Hanoi í Víet­nam, var slitið fyrr en til stóð þar sem ekki gekk að ganga frá ýmsum at­riðum. 

Þannig gramdist það Kim mjög hvernig Banda­ríkja­menn voru ekki til í að af­létta þvingunum á Norður-Kóreu. Trump sagði leið­togann hafa farið fram á að öllum þvingunum yrði af­létt en utan­ríkiráð­herra Kim sagði að þeir hafi að­eins beðið um að það yrði gert að hluta til. 

Sohae er eitt af aðal­skot­svæðum Norður-Kóreu­manna og hefur verið undan­farin sjö ár. Eru þeir sagðir hafa heitið því að rífa svæðið niður eftir að fallist var á sam­komu­lag um af­vopnun kjarna­vopna á Kóreu­skaga.

Frétt BBC.