Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, ætlar að bjóða sig fram í embætti vara­for­seta ASÍ á þingi sam­bands­ins í næstu viku. Ragnar staðfestir þetta í viðtali við Morgunblaðið.

Ragnar segir að aldrei hafi verið jafn mikilvægt og nú fyrir verka­lýðshreyf­ing­una að menn snúi bök­um sam­an og fari að vinna í eina átt. Viðfangs­efn­in séu gríðarlega stór um þess­ar mund­ir fyr­ir hag ein­stak­linga og heim­ila og sam­fé­lagið þurfi að vera sam­stiga vegna kór­ónu­veirukrepp­unn­ar.

Miðstjórn ASÍ hef­ur lagt fram til­lögu sem taka á til af­greiðslu á þing­inu um að vara­for­set­um ASÍ verði fjölgað úr tveim­ur í þrjá. Jafn­framt er lagt til að meðstjórn­end­um í miðstjórn ASÍ fækki úr tólf í ell­efu. Núverandi varaforsetar ASÍ eru Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnarsambands Íslands og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingu. Fram­boðsfrest­ur er ekki liðinn.