Haraldur Ingi Þor­leifs­son, stofnandi hönnunar­fyrir­tækisins Ueno og einn ríkasti maður Ís­lands býðst til þess að borga lög­fræði­kostnað fyrir alla þá sem Ingó Veður­guð hefur stefnt. Þetta til­kynnir hann á Twitter.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá hyggst Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son fyrir hönd skjól­stæðings síns, Ingós, kæra þá sem standa að baki 32 sögum um Ingó. Þá verður fimm til við­bótar sent kröfu­bréf.

Var haft eftir Vil­hjálmi að í hópi þeirra væru blaða­menn, á­hrifa­valdar og fólk sem sakaði Ingó um refsi­verða hátt­semi í at­huga­semdum fjöl­miðla.

„Ég skal borga lög­fræði­kostnað fyrir alla sem þurfa í þessu máli. Ef þið þekkið fólk sem þarf hjálp sendið þau endi­lega til mín,“ skrifar Haraldur vegna málsins.

Fyrir­tæki Haraldar, Ueno var selt til banda­ríska sam­fé­lags­miðlarisans Twitter fyrr á árinu. Haraldur er því meðal ríkari manna hér á landi og hefur meðal annars stutt ýmis góð­gerðar­verk­efni líkt og Römpum upp Reykja­vík.