Hann verður sjálfskiptur með fjórhjóladrifi og hægt verður að læsa bæði fram- og afturdrifi ásamt millikassa. Einnig verður hann smíðaður á stigagrind sem gerir hann að alvöru jeppa. BYD setti einnig á markað fyrir skömmu Yangwang-lúxusmerkið en U8-rafbíl þess er stefnt til samkeppni við væntanlega rafdrifna útgáfu G-línu sem kallast einfaldlega EQG.