Hann verður sjálfskiptur með fjórhjóladrifi og hægt verður að læsa bæði fram- og afturdrifi ásamt millikassa. Einnig verður hann smíðaður á stigagrind sem gerir hann að alvöru jeppa. BYD setti einnig á markað fyrir skömmu Yangwang-lúxusmerkið en U8-rafbíl þess er stefnt til samkeppni við væntanlega rafdrifna útgáfu G-línu sem kallast einfaldlega EQG.
BYD-tvinnjeppinn er byggður á grind og með driflæsingum svo að um öflugan jeppa er að ræða. MYND/BYD
BYD mun á þessu ári frumsýna nýjan og öflugan jeppa í stíl við Glínu Mercedes fyrir Kínamarkað. Von er á bílnum á aðra markaði á næsta ári en ekki er víst að hann komi til Evrópu. Um 671 hestafls tvinnútgáfu er að ræða og verður bíllinn næstum 5 metrar að lengd með 2.850 mm hjólhaf.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir