George W. Bush, Bandaríkjaforseti, mismælti sig í miðri ræðu í Dallas í Texas í gær og fordæmdi innrásina í Írak þegar hann ætlaði sér að fordæma innrás Rússa í Úkraínu. Atvikið má sjá í myndbandi neðst í fréttinni.
Þar gagnrýndi Bush, sem fyrirskipaði innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003, Rússa harðlega. Innrás Bandaríkjamanna var afar umdeild á sínum tíma og Bush varð í kjölfarið með óvinsælustu Bandaríkjaforsetum sögunnar.
Bush gagnrýndi Rússa og sagði Rússland einræðisríki. „Sem þýðir að það er engin valddreifing í Rússlandi og afleiðing þess er ákvörðun eins manns um algjörlega óforskammaða innrás í Írak,“ segir Bandaríkjaforsetinn.
„Ég meina í Úkraínu,“ segir forsetinn og svo virðist sem hann hafi muldrað „Írak líka hvorteðer,“ á meðan salurinn hlær. „Ég er 75 ára,“ bætti fyrrverandi forsetinn við í gríni.