Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seti, mis­mælti sig í miðri ræðu í Dallas í Texas í gær og for­dæmdi inn­rásina í Írak þegar hann ætlaði sér að for­dæma inn­rás Rússa í Úkraínu. At­vikið má sjá í mynd­bandi neðst í fréttinni.

Þar gagn­rýndi Bush, sem fyrir­skipaði inn­rás Banda­ríkja­manna í Írak árið 2003, Rússa harð­lega. Inn­rás Banda­ríkja­manna var afar um­deild á sínum tíma og Bush varð í kjöl­farið með ó­vin­sælustu Banda­ríkja­for­setum sögunnar.

Bush gagn­rýndi Rússa og sagði Rúss­land ein­ræðis­ríki. „Sem þýðir að það er engin vald­dreifing í Rússlandi og af­leiðing þess er á­kvörðun eins manns um al­gjör­lega ó­for­skammaða inn­rás í Írak,“ segir Banda­ríkja­for­setinn.

„Ég meina í Úkraínu,“ segir for­setinn og svo virðist sem hann hafi muldrað „Írak líka hvor­teð­er,“ á meðan salurinn hlær. „Ég er 75 ára,“ bætti fyrr­verandi for­setinn við í gríni.