Hers­höfðinginn sem nú fer með völd í Mjanmar, sagði í sjón­varps­á­varpi valda­ránið þar í síðustu viku hafa verið rétt­mætt. Á sam­fé­lags­miðlum hefur ræða hers­höfðingjans lagst illa í marga og fólk birt mynd­skeið af sér að berja á potta og pönnur fyrir framan sjón­varps­skjáinn.

Min Aung Hla­ing, hers­höfðingi og nú­verandi æðsti valda­maður í Mjanmar, flutti í dag ræðu í sjón­varpi þar sem hann freistaði þess að róa þjóð sína og rétt­læta að­gerðir sínar og hersins. Herinn tók völd í landinu fyrir viku og fangelsaði Aung San Suu Kyi for­sætis­ráð­herra og Win Myint for­seta, á­samt fleirum.

Flokkur Suu Kyi vann stór­sigur í þing­kosningum í nóvember og flokkur hersins fékk einungis ör­fáa tugi sæta. Leið­togar hersins hafa alla tíð síðan haldið því fram að brögð hafi verið í tafli í kosningunum en lítið bendir til þess.

Herinn hefur lýst yfir ár­löngu neyðar­á­standi í landinu með vísan í stjórnar­skrá landsins sem heimilar þó hernum ekki að grípa til slíkra að­gerða nema að því gefnu að hann ráð­færi sig við for­setann og þjóðar­öryggis­ráðið, sem ekki var gert.

Gríðar­stór mót­mæli hafa farið fram um helgina og enn sé ekki fyrir endann á þeim. Herinn hefur á mörgum stöðum barið þau niður, sett á út­göngu­bann og bannað sam­komur. Það hefur þó ekki stöðvað and­stæðinga valda­ránsins og fyrir­huguð eru enn meiri mót­mæli og alls­herjar­verk­fall.

Mót­mælendur í Y­angon rétta upp hendurnar með þriggja fingra kveðju sem er nokkurs­konar ein­kennis­merki mót­mælanna.
Fréttablaðið/EPA