Ungi maðurinn frá Belgíu, sá er varð heims­frægur að er virðist á svip­stundu fyrir að hafa otað uppþvottabursta framan í fyrir­liða tyrk­neska karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu, hefur beðist af­sökunar á upp­á­tæki sínu.

Í við­tali við RTL-frétta­stofuna frá Belgíu, en RÚV fjallaði fyrst um það ís­lenskra miðla, segir maðurinn, Corentin Siamang, að honum hafi borist fjöldinn allur af hótunum vegna málsins. Það hafi fólkið í kringum hann, vinir og fjöl­skylda, einnig þurft að þola.

„Þetta átti ekki að vera rasískt,“ segir Siamang í mynd­bandi þar sem hann biðst af­sökunar og lýsir við­brögðunum. Þar er hann klæddur tyrk­nesku treyjunni og biður stuðnings­menn liðsins griða.

„Þessi brandari er al­gjör­lega farinn úr böndunum og ég hef enga stjórn lengur,“ segir Siamang sem er frá belgísku borginni Liège. „Ég vildi óska þess að þetta tæki enda.“

Úr­slit leiksins ættu að vera flestum Ís­lendingum kunn en strákarnir okkar unnu frækinn sigur á tyrk­neska liðinu í gærkvöldi, 2-1.

Málið allt saman, og tapið, virðist gremjast Tyrkjum mjög en að leik loknum neitaði þjálfari liðsins að taka í hönd framherjans Jóns Daða Böðvars­sonar og þá gaf starfs­maður í teymi liðsins ís­lenskum stuðnings­mönnum á Laugar­dals­velli fingurinn.