Ás­laug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mál­a­ráð­herr­a lagð­i fram á þing­i frum­varp um breyt­ing­ar á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um er varð­a man­sal í dag. „Ég tel að með þess­u frum­varp­i sé stig­ið stórt skref til að mæta þeim fjöl­breytt­a og sí­stækk­and­i hóp sem get­ur ver­ið þol­end­ur mans­als,“ sagð­i ráðherra í samtali við Fréttablaðið í jan­ú­ar.

Breytingin á að auka vernd verkafólks og ná yfir þvingaða brotastarfsemi, svo sem þjófnað, innbrot og smygl á fíkniefnum.

„Umræðan um mansal hefur að stórum hluta snúist um vændi, en mansal tengist ýmislegri skipulagðri brotastarfsemi og frumvarpið er þáttur í að bæta vernd þolenda allra þessara brota,“ sagði Áslaug.

Konur og börn í áhættuhópi

Frum­varp­ið er sam­ið af Svöl­u Ís­feld Ólafs­dótt­ur, sér­fræð­ing­i í refs­i­rétt­i, að ósk dóms­mál­a­ráð­herr­a í sam­ræm­i við Á­hersl­ur stjórn­vald­a í að­gerð­um gegn man­sal­i og ann­ars kon­ar hag­nýt­ing­u sem kynnt­ar voru í mars fyr­ir tveim­ur árum. Sam­­­kvæmt grein­­­ar­­­gerð með frum­­­varp­­­in­­­u eru kon­­­ur og börn eink­­­um þol­­­end­­­ur mans­­­als og bar­­átt­­an gegn því sé sam­­eig­­in­­legt verk­­efn­­i ríkj­­a heims. Man­sal sé flók­ið og marg­þætt en lög­regl­a hafi lagt aukn­a á­hersl­u á þenn­an brot­a­flokk und­an­far­in ár.

Horft var til þró­un­ar á­kvæð­a um man­sal í hegn­ing­ar­lög­um á Norð­ur­lönd­un­um við gerð frum­varps­ins.

Breyt­­ing­­arn­­ar taka til 1. máls­­grein­­ar 227. grein­­ar al­­menn­r­a hegn­­ing­­ar­l­ag­­a. Ráð­h­err­­a tel­­ur að þess­­ar breyt­­ing­­ar ger­­ir sak­­sókn auð­v­eld­­ar­­i í slík­­um mál­­um og leið­­i til bættr­­ar stöð­­u þol­­end­­a.

Verð­­i frum­­varp­­ið að lög­­um verð­­ur refs­­i­v­ert að „að út­v­eg­­a, flytj­­a, af­h­end­­a, hýsa eða taka við ein­st­ak­l­ing­­i og við það er beitt eða hef­­ur ver­­ið beitt of­b­eld­­i, nauð­­ung, frels­­is­­svipt­­ing­­u, brott­­nám­­i, hót­­un, ó­­lög­­mæt­­um blekk­­ing­­um með því að vekj­­a, styrkj­­a eða hag­n­ýt­­a sér vill­­u við­k­om­­and­­i um að­­stæð­­ur, eða með því að not­­fær­­a sér bága stöð­­u, fá­k­unn­­átt­­u eða varn­­ar­­leys­­i við­k­om­­and­­i eða með því að hag­n­ýt­­a sér yf­­ir­b­urð­­a­­stöð­­u sína.“

Hing­­að til hafa ein­­ung­­is þrjú mans­­als­­mál kom­­ið fyr­­ir dóm­­stól­­a hér á land­­i og einu sinn­­i ver­­ið sak­­fellt fyr­­ir man­­sal. Um helm­­ing­­ur mans­­als­­mál­­a sem koma til lög­r­egl­­u varð­­a vinn­­um­­an­­sal og þriðj­­ung­­ur kyn­l­ífs­­þrælk­­un en mill­­i 2015 og 2019 bár­­ust til­­kynn­­ing­­ar um 74 mans­­áls­­mál til lög­r­egl­­u.

Í á­hætt­u­mats­skýrsl­u grein­ing­ar­deild­ar Rík­is­lög­regl­u­stjór­a um skip­u­lagð­a brot­a­starf­sem­i á Ís­land­i frá 2019 kom fram að skip­u­lagt vænd­i hafi far­ið vax­and­i hér­lend­is og væri að hlut­a tengt skip­u­lagðr­i brot­a­starf­sem­i er­lendr­a glæp­a­hóp­a.