Um há­degis­bilið í dag ruddust menn inn í íbúð í Kópa­vogi og réðust á hús­ráðanda, hótuðu honum og bundu hann niður.

Mennirnir rændu síðan munum og verð­mætum á borð við greðslu­kort og lyf. Þeir fóru svo af vett­vangi en hótuðu að snúa aftur.

Maðurinn náði að losa sig og óska eftir aðstoð lög­reglu en mennirnir komu aftur áður en lög­reglan kom á vett­vang. Þeir heyrðu hins vegar að lög­reglan væri á leiðinni og forðuðu sér.

Sam­kvæmt til­kynningu frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu er málið í rann­sókn.