Bæði Haraldur Benediktsson, þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, sækjast eftir því að leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu kosningar. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Munu þau hafa greint frá fyrirætlunum sínum á fjarfundi með flokksmönnum á Vestfjörðum í vikunni. Haraldur er oddviti í kjördæminu en Þórdís Kolbrún er bæði ráðherra og varaformaður flokksins, er talið að það muni vinna með henni í væntanlegum oddvitaslag.