For­seta- og þing­kosningar fara fram á morgun, þriðju­daginn 26. nóvember, í Namibíu en um 1,3 milljón manns eru á kjör­skrá í landi. Að því er kemur fram á vef AP-frétta­stofunnar má búast við því að kosningarnar í ár verði erfiðar fyrir nú­verandi for­seta, Hage Gein­gob, og SWA­PO-stjórn­mála­flokkinn sem nú er við völd.

Líkt og greint hefur frá í fjöl­miðlum kom í ljós fyrr í mánuðinum að stjórn­endur Sam­herja höfðu greitt stjórn­mála­mönnum í Namibíu mútur til þess að komast yfir ó­dýrari sjó­frysti­kvóta en tveir ráðherrar hafa nú sagt af sér í landinu vegna málsins. Vana­legast hafa niður­stöður kosninga í Namibíu verið frekar fyrir­sjáan­legar en í kjöl­far Sam­herja­málsins og versnandi efna­hags hefur mikil ólga verið meðal al­mennings.

Nýr andstæðingur gæti tekið fylgi forsetans

For­seti Namibíu, Hage Gein­gob hlaut 87 prósent at­kvæða í for­seta­kosningunum árið 2014 en hann á nú von á að einn af and­stæðingum hans, tann­læknirinn Pandu­leni Itula, muni taka hluta af fylgi hans og eru mennirnir tveir með svipað fylgi samkvæmt óstaðfestri atkvæðagreiðslu sem fór fram á dögunum. Itula heitir því að berjast gegn spillingu og taka á at­vinnu­leysi en efna­hagur landsins hefur versnað tölu­vert síðustu ár. Um 46 prósent ung­menna í landinu eru at­vinnu­laus og hafa hundruð þúsund manns sótt um að­stoð vegna þurrka.

Þá er búist við að SWA­PO missi fylgi í kosningunum en ekki er þó talið að flokkurinn missi meiri­hluta sinn á þingi. Að mati sumra sér­fræðinga er þó ekki talið að mál­efni Sam­herja muni hafa mikil á­hrif á kosningarnar þar sem lík­legt er að fólk hafi verið búið að á­kveða áður en að málið kom í ljós.