Rétt undir 75 þúsund tonnum af makríl hafði verið landað á föstudag samkvæmt gögnum frá Fiskistofu.

Um er að ræða ríflega 45 prósent af því magni sem má veiða á yfirstandandi kvótaári, að meðtöldum yfirfærðum heimildum frá síðasta ári og tilboðspottum sjávarútvegsráðuneytisins fyrir smærri skip.

Í ágústmánuði einum og sér hefur um þriðjungi heildarmagnsins verið landað, en verslunarmannahelgin reyndist sérstaklega fengsæl hjá íslenska flotanum á makrílslóð.

Veiðar hófust óvenju snemma í ár, eða í síðari hluta júnímánaðar. Þau skip sem mestu hafa landað eru Huginn VE-55 og Börkur NK-122, hvort með um 6.300 tonn.