Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í bíl á stæði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Þetta staðfestir vakthafandi varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Fréttablaðið. Þá gekk vel að slökkva eldinn og engan sakaði.

Eldur kviknaði í bílnum í kvöld og fékk slökkvilið tilkynningu um eld­inn kl. 21:15 og var bíllinn alelda þegar slökkvilið bar að garði. Ekki er vitað hvort um íkveikju sé að ræða.

Um var að ræða yfirgefinn bíl á bílaplani lögreglu sem var númerslaus og búið að klippa af. Bílinn var mannlaus. Bifreiðin var í einkaeigu að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Ekki er vitað um orsök eldsins að svo stöddu.

Fréttin var uppfærð 22:20.