Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í þaki á húsi við Kaldaseli í Breiðholti í kvöld. Eldur blossaði upp í húsinu á ný um áttaleytið í kvöld en eldur kviknaði fyrst í húsinu um sjö leytið í morgun.

„Slökkvistarfi er lokið og síðustu menn eru á vettvangi. Við teljum þetta vera komið núna og teljum ekki að eldurinn blossi upp á ný," segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Fréttablaðið.

Húsið verður ekki vaktað í nótt en þakið verður rifið af húsinu á morgun. Gríðarlegt tjón varð á húsinu en málið er nú komið í hendur tryggingafélagsins.