Sjálfsí­kveikja varð til þess að eldur kviknaði á urðunar­stöð SORPU í Álfs­nesi í morgunn. Úr­gangurinn sem or­sakaði í­kveikjuna er líf­rænn úr­gangur á mót­töku­stöð sem nú er ekki lengur í notkun. Henni var lokað sam­hliða opnun GAJU, gas- og jarð­gerðar­stöð SORPU. Frá þessu er greint í til­kynningu frá SORPU.

Búið er að ráða niður­lögum eldsins á urðunar­stað Sorpu í Álfs­nesi. Bæði starfs­fólk SORPU og verk­takar á svæðinu unnu að því að kæfa eldinn undir verk­stjórn Slökkvi­liðsins á höfuð­borgar­svæðinu með því að moka efni yfir eldinn til að stöðva út­breiðslu hans.

Til­kynnt var um eldinn um 06:30 í morgun og búið var að ráða niður­lögum hans um 10:30. Þá kemur fram í til­kynningu að eldurinn hafi um tíma verið tölu­verður og hafi slökkvi­liðið beint því til íbúa á Esju­melum og í Leir­vogstungu­hverfi í Mos­fells­bæ að loka gluggum.