Vett­vangs­rann­sókn hefur verið lokið á Vestur­lands­vegi þar sem tvö mótor­hjól og hús­bíll skullu saman á fjórða tímanum í dag. Vegurinn hefur því verið opnaður á ný, enn er þó tölu­verð um­ferða­teppa á svæðinu. Þetta stað­festir Ás­­geir Þór Ás­­geirs­­son, yfir­­lög­­reglu­­þjónn, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Rann­sókn á slysinu stendur þó enn yfir en talið er að ný­lagt mal­bik hafi verið sleipt eftir rigningu á vegar­kaflanum þar sem á­reksturinn átti sér stað. Þrjú voru flutt al­var­lega slösuð á bráða­mót­töku eftir á­reksturinn. Ekki er vitað hver líðan þeirra er að svo stöddu.

Buðu upp á sál­rænan stuðning

Fjölda­hjálpar­stöð Rauða krossins í Klé­bergs­skóla á Kjalar­nesi hefur verið lokað en við­bragð­steymi var kallað út á fjórða tímanum í dag. Björg Kjartans­dóttir, sviðs­­stjóri fjár­öflunar- og kynningar­­mála Rauða krossins, sagði að alls hefðu tólf nýtt sér stöðina í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Þegar svona al­var­legir at­burðir eiga sér stað er hefð­bundið að Rauði krossinn bregðist svona við og bjóði upp á að­stöðu þar sem hægt er að hlúa að fólki.“ Þar sem búið er að opna veginn að nýju hefur fjölda­hjálpar­stöðinni nú verið lokað.

Ein­hverjir óskuðu eftir sál­rænum stuðningi eftir að hafa orðið vitni að slysinu og munu þau hljóta á­fram­haldandi stuðning Rauða krossins í fram­halds­með­ferð að sögn Bjargar.