Búið er að leysa úr vanda lang­flestra þeirra sem misstu af flugi sínu með Icelandair um helgina, segir Ás­dís Ýr Péturs­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi Icelandair. Flug­ferðum ríf­lega 3600 far­þega hér á landi var af­lýst vegna veðurs, en ó­veðrið hafði einnig á­hrif á þúsundir far­þega úti í heimi.

„Það eru örfá mál eftir og það er eigin­lega alveg búið að ná utan um þetta. Þetta hefur gengið sam­kvæmt á­ætlun enda bættum við við tölu­vert af flugi um helgina," segir Ás­dís í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Þetta voru um 3500 far­þegar hér á landi og aðal­stíflan var hér, þannig að við lögðum mesta á­herslu á að greiða úr málum hér á Ís­landi,“ bætir hún við.

Ás­dís segir að um tals­vert púslu­spil hafi verið að ræða, en að flug­fé­lagið hafi meðal annars á­kveðið að fá vél sem fé­lagið var búið að leigja í sumar fyrr til landsins. Sú vél er 787 breið­þota sem tekur um 260 far­þega, en henni var flogið til Or­lando í Banda­ríkjunum í gær.