Eftir nokkurra klukkustunda dramatík hefur hinn lífstíðardæmdi Peter Madsen nú verið handsamaður af lögreglu og fluttur frá staðnum á Nyvej í Albertslund þar sem flóttatilraun hans úr Herstedvester fangelsinu lauk. Ekstra bladet greinir frá.

Lögreglan í Kaupmannahöfn skrifar á Twitter að blaðamannafundur verði haldinn síðar í dag.

Peter Madsen reyndi í morgun að flýja úr Herstedvester-fangelsinu í Danmörku þar sem hann afplánar lífstíðardóm fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall.

Lögreglan náði að króa hann af í Albertslund um 400-500 metrum frá fangelsinu stuttu síðar.

Fréttin hefur verið uppfærð.