Búið er að bera kennsl á líkið sem fannst við Gróttu á Seltjarnarnesi um helgina. Það staðfestir Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að búið sé að hafa samband við nánustu ættingja þess látna.

Líkið manneskjunnar fannst í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi á ellefta tímanum í gær, sunnudag. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV en gangandi vegfarendur höfðu samband við lögregluna.

„Það er talið að það hafi ekki borið að með saknæmum hætti,“ segir Margeir.