Innlent

Búið að skipa hópinn sem fer yfir ferli prófanna

Menntamálastofnun hefur skipað hóp sem mun kanna hvað fór úrskeiðis við fyrirlögn prófanna í síðustu viku.

Þriggja manna hópur hefur verið skipaður til þess að fara yfir fyrirlögn samræmdu prófanna. Fréttablaðið/Getty

Greint hefur verið frá því hverjir munu fara yfir próftökuferli samræmdu prófanna, en leitast verður eftir því að kanna hvað fór úrskeiðis í fyrirlögn þeirra í síðustu viku.

Líkt og greint hefur verið frá fór fyrirlögn samræmdu prófanna í 9. bekk úrskeiðis tvívegis í síðustu viku. Til stóð að leggja íslenskupróf fyrir nemendur á miðvikudag í síðustu viku og enskupróf á föstudeginum. Í bæði skipti ollu tæknilegir örðugleikar því að ekki var unnt að taka prófin.

Menntamálastofnun hefur beðið nemendur, aðstandendur þeirra og kennara afsökunar og greindi frá því á dögunum að óháðir aðilar myndu fara yfir próftökuferlið með það að leiðarljósi að greina frá því hvað fór úrskeiðis.

Eftirfarandi aðilar munu kanna ferli samræmdu prófanna:

Hannes Pétursson, sjálfstætt starfandi hugbúnaðarráðgjafi,
Svana Helen Björnsdóttir hjá Stika,
Jóhannes H. Steingrímsson hjá Stúdíu.

Þá hefur verið leitað til Júlíusar K. Björnssonar, sem vinnur hjá Oslóarháskóla og fyrrum forstöðumanns Námsmatsstofnunar, vegna ráðgjafar um próffræðileg úrlausnarefni.

Á vef Menntamálastofnunar segir að niðurstöðum verði skilað eins fljótt og auðið er.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Fresta samræmdu prófi vegna bilunar

Menntun

Enn virka samræmdu prófin ekki

Innlent

Ó­háður aðili fer yfir ferli sam­ræmdra prófa

Auglýsing

Nýjast

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

70 missa vinnuna fyrir árslok

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Auglýsing