Innlent

Búið að opna yfir Kjöl

Tvær leiðir af þremur sem liggja í Landmannalaugar hafa verið opnaðar.

Landmannalaugar eru vinsæll ferðamannastaður. Nú er orðið fært þangað.

Hálendisvegir landsins eru óðum að opnast, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fram kemur að Kjölur sé nú opinn þó leiðin sé ekki fólksbílafær. Þá séu tvær leiðir af þremur inn í Landmannalaugar opnar. 

Á Austurlandi er opið inn að Kverkfjöllum og sömu sögu má segja um Öskju, og raunar alveg inn að Holuhrauni.

Í tilkynningunni segir að enn akstursbann á allmörgum hálendisvegum og slóðum, sem séu viðkvæmir á meðan frost er að fara úr jörðu. „Þeir sem vilja ferðast um hálendið eru eindregið hvattir til að nýta sér þær leiðir sem álitnar eru tilbúnar fyrir umferð og búið er að opna en tefla ekki í tvísýnu vegum og náttúru þar sem enn er lokað.“

Ítrekað er að það sé lögbrot að fara inn á veg fram hjá merki sem segir að allur akstur sé bannaður. Hér má nálgast upplýsingar um hálendisvegi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Alþingi

Vara­for­setar þingsins í stóla­leik

Innlent

Leið­réttir mis­skilning um út­blástur Kötlu

Alþingi

Áfengisfrumvarp lagt fram á nýjan leik

Auglýsing

Nýjast

The Chemical Brothers aflýsa tónleikum

Nota mynd­band af lík­flutningi í aug­lýsingu

Ævar vísinda­maður skaut Eddu og Jóni ref fyrir rass

Borgin eykur stuðning við Fé­lags­bú­staði

Segir VÍS ráðast á landsbyggðina

Fram­kvæmda­stjóra­skipti hjá BÍL

Auglýsing