Innlent

Búið að koma hvölunum út fyrir brú í Kolgrafa­firði

Um þrjátíu til fimmtíu grindhvalir voru fastir í Kolgrafafirði í kvöld. Björgunarsveitin Klakkur frá Grundarfirði var á svæðinu aðstoðaði hvalina. Beðið var eftir því að straumur myndi snúast og þá tókst loks að koma þeim út fyrir brú, en þeir höfðu alltaf snúið við þegar þeir komu að brúnni.

Hvalirnir voru fastir í firðinum í nokkrar klukkustundir Mynd/Daði Jörgensson

Um þrjátíu til fimmtíu grindhvalir voru fastir í Kolgrafafirði í kvöld. Björgunarsveitin Klakkur frá Grundarfirði var á vettvangi og aðstoðaði hvalina við að komast út úr firðinum.

Samkvæmt upplýsingum frá Einari Þór Strand, formanni svæðis­stjórn­ar hjá Lands­björg á Snæ­fellsnesi, tókst björgunarsveit að koma þeim út fyrir brúna á níunda tímanum. 

Þegar Fréttablaðið náði tali af Einari um klukkan átta sagði hann að það hefði verið erfitt að eiga við þá og beðið væri eftir því að straumurinn snerist.

Sjá einnig: Nærri fimmtíu grindhvalir fastir í Kolgrafarfirði

„Við reyndum áðan og það gekk ekki, þeir snéru alltaf við um leið og þeir komu í skuggann á brúnni,“ sagði Einar Þór Strand , formaður svæðis­stjórn­ar hjá Lands­björg á Snæ­fellsnesi í samtali við Fréttablaðið fyrr í kvöld.

Þá hafði hann helst áhyggjur af því að þeir myndu stranda og drepast.

Mynd úr safni úr Kolgrafarfirði Fréttablaðið/Pjetur

Daði Jörgensson hótelstjóri á Hótel Búðum var í Kolgrafarfirðinum fyrr í dag og náði þessu myndbandi af hvölunum. Myndbandið er birt hér með hans leyfi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Nærri fimmtíu grindhvalir fastir í Kolgrafafirði

Innlent

Drápu kálffulla langreyði

Innlent

Mikill viðbúnaður vegna hótunar í Mosfellsbæ

Auglýsing

Nýjast

Hittust aftur eftir meira en sextíu ára aðskilnað

Söng í sig hita og hélt sér á floti í tíu klukku­tíma

Kristín Soffía segir ástæðulaust að biðjast afsökunar

Mynd­band: Hnúfu­bakur dólar sér í Djúpinu

Jón Péturs­son nýr að­stoðar­maður Sig­mundar

Mikill fjöldi keyrði undir á­hrifum fíkniefna í júlí

Auglýsing