Innlent

Búið að finna Björn Daníel

Búið er að finna fangann sem saknað var úr afplánun á Vernd.

Björn Daníel mætti ekki á tilsettum tíma á Vernd.

Búið er að finna og handtaka Björn Daníel Sigurðsson. Lögreglan hafði lýst eftir Birni eftir að hann skilaði sér ekki á tilsettum tíma í afplánun á Vernd um síðustu helgi.

Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöld að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði lýst eftir strokufanganum.

Björn Daníel hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í febrúar á síðasta ári fyrir frelsissviptingu, líkamsárásir, hótanir og kynferðisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Fulltrúi lögreglu vildi ekki tjá sig um hvort Björn var talinn hættulegur á meðan leitinni stóð.

Foreldrar Björns höfðu ekki heyrt í honum eftir að hann hvarf frá Vernd. Móðir hans sagði í samtali við Fréttblaðið að hún hafi ekki átt í samskiptum við son sinn í rúmlega ár. Faðir hans hafði ekki heyrt frá Birni heldur, en sagði þó að hann taldi hann ekki hættulegan og að hann vonaðist eftir að Björn myndi skila sér.

Björn lýkur afplánun sinni eftir einn og hálfan mánuð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Verja þurfi „frek­lega blekkta neyt­endur“

Innlent

Skárust í leikinn í slags­málum við Mela­skóla

Innlent

„Hags­munum land­búnaðarins fórnað fyrir heild­sala“

Auglýsing

Nýjast

Þykir frum­­varp um inn­flutning fela í sér upp­­­gjöf

Komin með um­boð til að slíta við­ræðum

Óska eftir vitnum að líkams­á­rásinni á gatna­mótunum

Hafnaði kröfu um lokað þing­hald

Nara hefur af­plánun: „Eitt­hvað gott kemur út úr þessu“

Hinir á­kærðu hafi gengið fram af mikilli heift

Auglýsing