Tón­listar­­maðurinn Bubbi Morthens var illa brugðið nú á dögunum þegar meint við­­tal var tekið við tón­listar­manninn um 108 sentí­­metra sjó­­birting sem hann átti að hafa veitt í Meðal­­­fells­vatni. Bubbi ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

For­­saga málsins er sú að ó­­prúttinn aðili hringdi í Gunnar Bender, blaða­mann á DV, á laugar­­dag og þóttist vera Bubbi. Sagðist hann heita Ás­björn Morthens og full­yrti hann að hann hefði veitt um­­ræddan sjó­­birting.

Bubbi segir frá því í út­­varpinu í morgun að hann hefði þegar verið búinn að finna manninn sem villti á sér heimildir. Hann hafi sagt honum að leið­rétta rang­­færslurnar, ellegar hann yrði kærður.

Þykjast vera Bubbi á Insta­gram

„Ég er búinn að finna þann mann. Mér finnst ekkert mál ef ein­hver hringir í mig og gerir at í mér, skiluru mig, þykist vera ein­hver og allt það. Þá getum við sagt bara „haha tekinn.“ En ef ein­hver þykist vera ég og hringir í blaða­­menn og bullar eitt­hvað, þá ertu kominn inn fyrir girðinguna. Vegna þess að þá situr uppi ein­hver frétt um mig sem er ekki fótur fyrir og er bara bull og þvæla.“

Bubbi segir ljóst að við­komandi blaða­­maður hafi haft númerið sitt. Hann hefði því getað hringt í Bubba sjálfan til þess að sann­­reyna rang­­færslurnar. Að það hafi ekki verið gert, þykir Bubba galið.

„Kannski má segja að þetta hafi verið ein­hvers­­konar dropi sem fyllti glasið hjá mér. En síðan hafa menn verið með Insta­gram síður í mínu nafni, fleiri en eina og fleiri en tvær og sumir þeirra hafa verið með IP tölur, ein í Fær­eyjum, ein í Ameríku og þeir eru að herja á konur og stelpur. En hins­vegar eru þessar konur og stelpur sem hafa fengið skila­­boð í gegnum árin svo vandaðar að þær senda mér skila­­boð og segja, þetta getur ekki verið þú er það? Og ég nei það getur ekki verið,“ segir Bubbi við þá félaga í morgunþættinum.

Hann segir að hann sé nú kominn með sér­­­merktan Insta­gram reikning, með blárri stjörnu svo allir geti séð að þar sé raun­veru­­lega um að ræða tón­listar­manninn sjálfan.

„Þetta er auð­vitað búið að valda mér ein­hvers­­konar angri, vegna þess að ég er bara mann­­legur og ég get alveg dottið í kvíða og ótta og allt það. Það sem var að trufla mig er þetta að með smá ó­­heppni hefði ég getað endað á for­­síðu blaða og lent í hakka­­vél á netinu. Bubbi er að angra ungar stelpur og senda þeim við­­kvæm skila­­boð og þar ertu al­­gjör­­lega varnar­­laus. Þú átt ekki sjéns á að koma þér úr slíku öðru­­vísi en skemmdur.“

Hann segir að hann hafi marg­oft þurft að til­­kynna falsaða reikninga á Insta­gram. Þeir ó­­prúttnu aðilar sem á bak­við þá standi geri allt sitt til að forðast það að reikningunum sé eytt, meðal annars með tíðum nafna­breytingum á reikningunum.

Hefði þetta verið satt væri Bubbi heims­­frægur

Næst spurðu þátta­­stjórn­endur í Bítinu Bubba betur út í hið meinta við­­tal um sjó­­birtinginn.

„Hefði þetta verið satt væri ég senni­­lega bara í fréttum líka í Evrópu, vegna þess að við­komandi sagði að ég hefði veitt 108 sentí­­metra sjó­­birting í Meðal­­­fells­vatni. Og sá sem veiðir 108 sentí­­metra sjó­­birting í Meðal­­­fells­vatni, hann er mögu­­lega kominn á blöð sögunnar.

Bara það að við­komandi blaða­­maður skyldi ekki bæði biðja um ljós­­mynd eða þá að dou­ble checka en þetta fór bara beint á DV og var búið að vera þar í leiðin­­legan langan tíma þegar ég fæ skila­­boð frá blaða­manni, sem í pín­ku­­lítilli kald­hæðni segir „til hamingju með fiskinn eeeen“ og ég bara haaa, hvaða djöfulsins fisk er verið að tala um?“

Þú ert með númerið hjá þessum manni sem gerði þetta?

„Jú, ég fékk númerið og svo tók ég það bara út þegar ég náði honum. Ég sagði bara við hann, að ef hann myndi ekki leið­rétta þetta myndi ég kæra hann. Bara ein­falt,“ segir Bubbi.

En þetta er þá ein­hver aðili sem nær þér vel?

„Já, eða þá að við­komandi blaða­­maður sé tregur. Þessi maður til­­kynnti mér að hann hefði verið alveg blekaður.“

En í gegnum tíðina hefuru nú tekið því á­­gæt­­lega, til dæmis þegar Hjálmar Hjálmars­­son hermdi eftir þér?

„Já já já, auð­vitað, hvað heldur þú? Það er munur á að hringja í blaða­­menn og ljúga ein­hverju í þá. Hann hefði getað sagt að ég væri skilinn eða kominn með nýja konu, eða kominn út úr skápnum. Það er alltaf girðing ein­hvers­­staðar sem þú ferð ekki inn fyrir. Mér finnst ekkert mál að ein­hver hermi eftir mér og Ari Eld­­járn og Hjálmar eiga svika­­laust bikarinn í þeim efnum og ég hef haft mjög gaman af því og oftar en ekki hlegið hærra en margur annar.“

Sagan er góð. Með fiskinn?

„Sko, fyrir mann sem hefði ekki verið búinn að vinna í veiði­bransanum og skrifa veiði­fréttir árum saman, að þá já, þá er þetta fyndið. Vegna þess að hann fattar ekki að 108 sentí­­metra sjó­­birtingur í Meðal­­­fells­vatni er jafn merki­­leg frétt og ef ég hefði náð víd­jó­­upp­­töku af nykri vera að koma upp úr vatninu.

En að kaupa þetta...OG birta. Og sjá samt að sá sem er að hringja er ekki að hringja úr Bubba Morthens síma­­númeri. En ég verð að viður­­kenna það að kannski var ég þannig stemmdur í gær að ég hugsaði bara „Nei nú nenni ég þessu ekki lengur,“ því ég veit ekki hvað verður þá næst þegar menn á­­kveða að fara þessa leið.“