Sænska veður­stofan hefur varað við­kvæma við hita­bylgju í landinu um helgina. Á sunnu­dag er spáð glampandi sól og 30 stiga hita í for­sælu í Stokk­hólmi. Á­standið verður öllu bæri­legra í Gauta­borg þar sem verður skýjað og 27 stiga hiti.

Í frétt Afton­bladet kemur fram að sænska veður­stofan hafi gefið út gula veður­við­vörun vegna hitans og eru þeir sem eru við­kvæmir fyrir sér­stak­lega hvattir til að fara var­lega.

Elin Anders­son, full­trúi hjá sænsku lýð­heilsu­stofnuninni, Folkhälso­myndig­heten, bendir þó á að allir geti fundið fyrir á­hrifum hitans; börn, unglingar og jafn­vel af­reks­í­þrótta­menn. Minnir hún fólk á að drekka nægan vökva og kæla sig niður í hitanum.

Búist er við því að margir Svíar verði á far­alds­fæti um helgina en þá fer sól­stöðu­há­tíðin Mid­sommar fram.