Búist er við raf­magns­truflunum næstu daga og vikur á Suður­landi á meðan RA­RIK vinnur að því að laga bilanir í kerfi sínu eftir ó­veðrið sem gekk yfir landið á föstu­dag. Raf­magn er komið aftur á alls staðar á landinu fyrir utan nokkur sumar­hús.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá RA­RIK í morgun. Þar segir að þó að allir séu komnir með raf­magn fái sumir það með vara­afli. „Það geta verið bilanir í kerfinu sem RA­RIK veit ekki um, t.d. í sumar­húsa­byggðum og öðrum stöðum þar sem ekki er föst bú­seta,“ segir í til­kynningunni.


Allt til­tækt starfs­lið fyrir­tækisins vinnur nú að því að laga bilanirnar en eins og greint var frá í gær brotnuðu rúm­lega hundrað staurar í storminum og var eitt­hvað um vír­slit og sláar­brot. 5.600 heimili og vinnu­staðir voru raf­magns­laus á svæði RA­RIK á meðan ó­veðrið stóð yfir.

Yfir hundrað staurar brotnuðu í óveðrinu.
RARIK/Brynjar Svanson

Við­gerðir á kerfinu munu standa yfir næstu daga og vikur en á því tíma­bili segir fyrir­tækið að búast megi við raf­magns­truflunum á svæðinu. Þær munu bæði verða vegna þess að kerfið er laskað eftir ó­veðrið og vegna þess að taka þarf raf­magn af í styttri eða lengri tíma á meðan við­gerð stendur.


Við­gerðir standa nú yfir í Horna­firði og má búast við truflunum á kerfinu þar í dag. Þá segist fyrir­tækið þakk­látt fyrir þolin­mæði og skilning íbúa við þessar erfiðu að­stæður.