Hjör­dís Guð­munds­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi al­manna­varna, segir að skila­boð al­manna­varna séu skýr í dag um að ef fólk finni til ein­kenna eftir helgina þá eigi það ekki að fara til vinnu á morgun heldur að drífa sig í sýna­töku.

Hún býst við því að það verði mikið að gera í sýna­töku á morgun á fyrsta vinnu­degi eftir verslunar­manna­helgina.

„Skila­boðin eru að ef þú finnur fyrir ein­kennum þá eigirðu ekki að fara í vinnu á morgun heldur drífa þig í sýna­töku,“ segir Hjör­dís.

Hún segist eiga von á því að fjölda smitaðra eigi eftir að fjölga eftir helgina en færri smit hafa greinst um helgina en virku dagana þar á undan, líkt og hefur oft verið um helgar.

Meira en helmingur utan sóttkví

Alls greindust 67 innan­lands í gær og voru um þrjú þúsund sýni greind með þeim sem voru tekin á landa­mærum. Tæpur helmingur var í sótt­kví af þeim sem greindust smituð. 50 af þeim sem greindust voru full­bólu­sett. Þrír voru lagðir inn á spítala síðasta sólar­hringinn.