Fréttir

Búast við vatnavöxtum á Suðausturlandi

Mikil úrkoma er í vændum á Austfjörðum og Suðausturlandi.

Vatnavextir. Myndin er úr safni.

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Austfjörðum og Suðausturlandi, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Mikil rigning og snjóbráðnun er yfirstandandi og stendur fram eftir degi.

Spár gera ráð fyrir mikilli rigningu á Austfjörðum, einkum sunnantil. Við það bráðnar líka snjór svo von er á auknu vatnsrennsli. Viðvörunin á Austfjörðum gildir til klukkan fimm síðdegis.

Á Suðausturlandi er staðan svipuð. Fram undir hádegi er austan hvassviðri eða stormur á svæðinu, 15-23 metrar á sekúndu. Vindhviður geta farið yfir 30 metra á sekúndu við fjöll. Samhliða gera spár ráð fyrir mikilli rigningu á svæðinu fram til klukkan 18 í dag. Búast má við auknu rennsli í ám og lækjum.

Annars staðar á landinu verður rigning með köflum í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Leituðu konu sem hafði aðeins tafist á göngu

Erlent

30 látnir í mikilli hitabylgju í Japan

Innlent

Katrín Sif er sátt: Krafa um samanburð lögð fyrir gerðardóm

Auglýsing

Nýjast

Yfir­­vinnu­banni ljós­­mæðra af­­lýst í kjöl­far miðlunar­til­lögu

Einn látinn eftir umferðaslys á Þingvallavegi

„Hann gerir þetta til að kljúfa sam­stöðu ljós­mæðra“

Samninganefnd ríkisins harmar tilhæfulausar aðdróttanir

Rússar segja kærurnar gegn Butina falskar

Þrír slasaðir eftir umferðarslys á Þingvallavegi

Auglýsing