Fréttir

Búast við vatnavöxtum á Suðausturlandi

Mikil úrkoma er í vændum á Austfjörðum og Suðausturlandi.

Vatnavextir. Myndin er úr safni.

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Austfjörðum og Suðausturlandi, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Mikil rigning og snjóbráðnun er yfirstandandi og stendur fram eftir degi.

Spár gera ráð fyrir mikilli rigningu á Austfjörðum, einkum sunnantil. Við það bráðnar líka snjór svo von er á auknu vatnsrennsli. Viðvörunin á Austfjörðum gildir til klukkan fimm síðdegis.

Á Suðausturlandi er staðan svipuð. Fram undir hádegi er austan hvassviðri eða stormur á svæðinu, 15-23 metrar á sekúndu. Vindhviður geta farið yfir 30 metra á sekúndu við fjöll. Samhliða gera spár ráð fyrir mikilli rigningu á svæðinu fram til klukkan 18 í dag. Búast má við auknu rennsli í ám og lækjum.

Annars staðar á landinu verður rigning með köflum í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Fram­halds­skóla­kennarar hafa samið við ríkið

Erlent

Fréttamaður skotinn til bana í beinni útsendingu

Mjanmar

Blaðamennirnir leiddir í gildru

Auglýsing

Nýjast

Fréttir

Plokkarar ráðast gegn rusli í dag

Spánn

Afsökunarbeiðni skref í átt að upplausn ETA

Fréttir

Ölvaður maður gekk á móti bílaumferð

Innlent

Sneri aftur inn í íbúðina vopnuð slökkvitæki

Innlent

Einn hand­tekinn í brunanum á Óðins­götu

Innlent

Eldur á Óðinsgötu

Auglýsing