Fréttir

Búast við vatnavöxtum á Suðausturlandi

Mikil úrkoma er í vændum á Austfjörðum og Suðausturlandi.

Vatnavextir. Myndin er úr safni.

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Austfjörðum og Suðausturlandi, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Mikil rigning og snjóbráðnun er yfirstandandi og stendur fram eftir degi.

Spár gera ráð fyrir mikilli rigningu á Austfjörðum, einkum sunnantil. Við það bráðnar líka snjór svo von er á auknu vatnsrennsli. Viðvörunin á Austfjörðum gildir til klukkan fimm síðdegis.

Á Suðausturlandi er staðan svipuð. Fram undir hádegi er austan hvassviðri eða stormur á svæðinu, 15-23 metrar á sekúndu. Vindhviður geta farið yfir 30 metra á sekúndu við fjöll. Samhliða gera spár ráð fyrir mikilli rigningu á svæðinu fram til klukkan 18 í dag. Búast má við auknu rennsli í ám og lækjum.

Annars staðar á landinu verður rigning með köflum í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Aron og Hekla vinsælustu nöfnin 2018

Innlent

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Innlent

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Auglýsing

Nýjast

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Komu upp um þurr­mjólkursmygl

Stormur í aðsigi í dag: Ófærð og slæmt skyggni

Reglugerð ekki verið sett í sex ár

Auglýsing