Fréttir

Búast við vatnavöxtum á Suðausturlandi

Mikil úrkoma er í vændum á Austfjörðum og Suðausturlandi.

Vatnavextir. Myndin er úr safni.

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Austfjörðum og Suðausturlandi, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Mikil rigning og snjóbráðnun er yfirstandandi og stendur fram eftir degi.

Spár gera ráð fyrir mikilli rigningu á Austfjörðum, einkum sunnantil. Við það bráðnar líka snjór svo von er á auknu vatnsrennsli. Viðvörunin á Austfjörðum gildir til klukkan fimm síðdegis.

Á Suðausturlandi er staðan svipuð. Fram undir hádegi er austan hvassviðri eða stormur á svæðinu, 15-23 metrar á sekúndu. Vindhviður geta farið yfir 30 metra á sekúndu við fjöll. Samhliða gera spár ráð fyrir mikilli rigningu á svæðinu fram til klukkan 18 í dag. Búast má við auknu rennsli í ám og lækjum.

Annars staðar á landinu verður rigning með köflum í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ör­vænting þegar bilaður rúllu­stigi þeytti fólki áfram

Innlent

Jón leiðir sam­starfs­hóp gegn fé­lags­legum undir­boðum

Innlent

Niður­staða á­frýjunar­nefndar til skoðunar hjá Isavia

Auglýsing

Nýjast

Fundu muni hinnar látnu við handtöku

Aurus Arsenal er hærri gerð forsetabíls Putin

Heið­veig: „Aldrei gengið erinda stór­út­­gerðanna“

Dæmd­ur fyr­ir að skall­a mann á bíl­a­stæð­i á Skag­an­um

Kallaði ekki eftir hjálp og lét sig hverfa

Héldust í hendur í mikilli ó­kyrrð í flugi Icelandair

Auglýsing