Veðrið verður slæmt á morgun og hefur veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun á Suðurlandi, Suðausturlandi og á miðhálendinu og mun hún taka gildi eftir hádegi.

Ekkert ferðaveður verður á þessum tíma og hefur Vegagerðin gefið út viðvörun en búast má við lokunum vega á milli Hvolsvallar og Víkur, á Skeiðarársandi og í Öræfasveit á morgun vegna veðursins og má búast við að þær standi fram undir hádegi á þriðjudag, 12. mars.

Þá er gul viðvörun í gildi fyrir aðfaranótt þriðjudags í öðrum landshlutum og fram eftir degi, fyrir utan höfuðborgarsvæðið.