Miklar umferðartafir voru á Kjalarnesvegi í gær og ökumenn og farþegar sátu fastir í löngum bílaröðum.

Framkvæmdatími í dag er milli 8.30 og 23.00 í kvöld og því má búast við miklum umferðartöfum aftur í dag.

Framkvæmdunum ætti að ljúka í dag og umferð vera komin í eðlilegra horf á morgun.

Vegfarendum er bent á hjáleið um Mosfellsheiði, Kjósaskarð og Hvalfjörð.