Vand­ræði Liz Truss sem for­sætis­ráð­herra Bret­lands munu halda á­fram í dag ef marka má breska miðla líkt og BBC og The Guar­dian. Til stimpinga kom í neðri deild breska þingsins í gærkvöldi.

Guardian hefur eftir ó­nafn­greindum þing­manni Í­halds­flokksins að líkurnar séu meiri en minni að Truss þurfi að segja skilið við for­sætis­ráð­herra­stólinn í dag. Guar­dian greinir frá því að sjö þing­menn Í­halds­flokksins hafi kallað eftir af­sögn ráð­herrans.

Eins og greint var frá í gær sagði Suella Bra­ver­man, innan­ríkis­ráð­herra Bret­lands af sér em­bætti. Gagn­rýndi hún leið­toga­hæfi­leika Truss harð­lega í upp­sagnar­bréfi sínu.

Þá varð uppi fótur og fit í breska þinginu í gær þegar þing­menn veltu opin­ber­lega upp þeirri spurningu hvort at­kvæða­greiðsla um jarð­lög jafn­gilti at­kvæða­greiðslu um traust þingsins til ríkis­stjórnar Truss, að því er fram kemur í frétt Reu­ters.

Þurfti Truss að gefa frá sér yfir­lýsingu í nótt vegna málsins, þar sem hún full­yrti að hún bæri fullt traust til leið­toga flokksins í þinginu. Lýsa breskir stjórn­mála­skýr­endur yfir­lýsingunni sem sér­lega niður­lægjandi fyrir for­sætis­ráð­herrann.

Þá full­yrðir breski sjón­varps­maðurinn Robert Preston hjá ITV News að ráð­herrar í ríkis­stjórn Bret­lands vilji halda for­sætis­ráð­herranum til 31. októ­ber næst­komandi. Hún muni þá fá um tíu daga til þess að rétta kúrsinn og ef það takist ekki verði henni skipt út.

Þá segir Chris Mason stjórn­mála­skýrandi hjá BBC að það sé erfitt að sjá fyrir sér hvernig Truss haldist mikið lengur í em­bætti. Það hafi verið ó­trú­legt að fylgjast með sam­göngu­ráð­herranum Anne-Mari­e Tre­vely­an ræða við BBC í beinni út­sendingu og ekki svara því beint hvort Truss verði leið­toga­efni Í­halds­flokksins í næstu kosningum.

„Þetta er spurning sem ráð­herra svarar játandi í 99,9 prósent til­vika án þess að hugsa sig um. En hún fékk sig ekki til að gera það,“ segir Mason. Hann segir meiri­hluta þing­manna Í­halds­flokksins sem hann hafi rætt við vera á þeirri skoðun að Truss verði ekki stætt mikið lengur í em­bætti.

Stimpingar í neðri deild þingsins í gærkvöldi

Þeir þing­menn sem ekki greiddu atkvæði með ríkisstjórninni í gær gætu þurft að sæta ein­hvers­konar refsi­að­gerðum sam­kvæmt Guar­dian. Fjöl­margir breskir miðlar full­yrtu í morgun að leið­togi Í­halds­manna í þinginu Wen­dy Morton og að­stoðar­leið­toginn Cra­ig Whitt­ta­ker hefðu sagt af sér em­bætti eftir nóttina.

Guar­dian segir þing­menn hafa sakað ráð­herra um að hafa togað í þing­menn og dregið þá að kjör­stað í þing­húsinu.

40 þing­menn Í­halds­flokksins kusu að endingu ekki með ríkis­stjórninni líkt og þjarmað hafði verið að þeim að gera, en enginn þeirra kaus hins­vegar með til­lögu Verka­manna­flokksins.

Segir Guar­dian að þetta gæti þýtt að þessi fjöldi þing­manna gætu sætt refsingu vegna málsins og mögu­lega misst stöðu sína sem þing­menn Í­halds­flokksins í kjöl­farið og þá þurft að sitja sem ó­háðir.

Þá greindi þing­for­seti neðri deildar frá því rétt í þessu að á­töki gær­kvöldsins yrðu rann­sökuð sér­stak­lega. Hegðunin væri þing­mönnum ekki til fram­dráttar.

Charles Walker, þingmaður Íhaldsflokksins til 17 ára var trítilóður eftir atkvæðagreiðsluna í neðri deild breska þingsins í gær: