Á morgun taka gildi hertar sóttvarnareglur hér á landi sem fela meðal annars í sér styttri opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. „Vegna þessara aðgerða eða þegar starfshlutfall er minnkað þá getur starfsfólk sótt um atvinnuleysisbætur í hlutfalli við það sem starfið er minnkað um,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, um starfsfólk á skemmtistöðum. „Það sækir um hefðbundnar atvinnuleysisbætur og svo er metið hver réttur þess til þeirra er,“ segir hún.