Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, svaraði gagn­rýni Kára Stefáns­sonar í Kast­ljósi í gær í þætti Arn­þrúðar Karls­dóttur á Út­varpi Sögu í dag auk þess sem hann á­varpaði það í færslu sem hann birti á Face­book-síðu sinni.

Í bæði þættinum og á Face­book greindi Brynjar frá því að nýleg utan­lands­ferð hans hafi ekki verið ó­þörf. Hann segir að hann hafi verið að heim­sækja bróður sinn sem býr er­lendis með konu sinni til að létta á bróður sínum en konan hans fékk al­var­legt heila­blóð­fall fyrir um ári síðan. Þá glími annar bróðir hans við Alz­heimer og því hafi ferðin einnig verið hugsuð sem sam­vera fyrir þá bræður áður en hugur hans fer vegna veikindanna.

„Það stóð aldrei annað til að en að fara eftir öllum reglum,“ segir Brynjar og sagði að það væru ekki fleiri smit þarna en hér heima og það væri ekki hægt að á­ætla að að­stæður væru hættu­legri þar en hér.

Brynjar sagði það ekkert mál að fara eftir reglum um sótt­kví þegar hann komi heim og að hann fari í skimun eins og reglur kveða á um. Hvað varðar gagn­rýni Kára gegn honum sagði Brynjar að honum þyki bæði Kast­ljós þátturinn og um­mælin sér­kenni­leg, en að fólk geti haft sínar skoðanir á málinu

„Svona er þetta bara,“ sagði Brynjar.

Líkt við Donald Trump

Spurður um sam­líkingu Kára Stefáns­son Brynjars við Donald Trump sagði hann ekki vita hvaðan það kemur en að sú sam­líking sé oft notuð til að „sparka í punginn“ á fólki eða ef mál­staðurinn sé ekki nógu góður. Þá sé oft fólki líkt við hann ef að skoðanir fólks sam­rýmast ekki.

„Þetta er ótta­lega „leim““ sagði Brynjar.

Spurður um dóminn sem féll ný­lega hvað varðar sótt­varnar­lögin sagði Brynjar ekki vera sam­mála Kára um að hann væri rangur, svona væru lögin og að mis­tökin væru hjá sótt­varna­yfir­völdum.

Arn­þrúður gagn­rýndi að Kári væri nærri eini fræði­maðurinn sem væri rætt við í tengslum við sótt­varna­að­gerðir og sagði að fræði­menn væru ekki sam­mála um allar að­gerðirnar. Brynjar tók undir það og sagðist ekki skilja rök­semdir fyrir að­gerðum sem eru í gangi núna miðað við stöðuna sem er á far­aldrinum.

„Þessi rök ganga ekki upp“ sagði Brynjar sem sagðist ekki hafa vitað til þess í um­ræðum um lögin á þingi að það stæði til að skikka fólk í sótt­kví á hóteli.

Brynjar sagðist ekki vera sam­mála að­gerðunum en hann viti alveg hvernig stemningin er í sam­fé­laginu og að það sé fast í of­stækinu sem geti valdið því að fólk missi réttindi sín í nafni sótt­varna­að­gerða.

Arn­þrúður spurði Brynjar að lokum hvað hann vilji gera á landa­mærunum. Hann sagði að skimun og PCR prófin væru fín og að fólk fari í sótt­kví, heima ef það getur. Hann sagði að það væri góð stjórn á þessu og að sam­hliða bólu­setningu aldraðra og við­kvæmra hópa væri hægt að létta á í­þyngjandi að­gerðum og þegar 50 prósent bólu­setningu er lokið væri komið fínt hjarðó­næmi en þó veikist fólk á­fram.

„Það er þá eitt­hvað sem við þurfum að lifa með í stað þess að lifa í lokuðum heimi,“ sagði Brynjar og sagði að við þessar að­stæður muni alltaf ein­hver deyja og veikjast.

Alla jafna hefur það ekki þótt fréttnæmt að ég fari til útlanda í stuttan tíma hvað þá að það verði aðalfrétt þegar ég...

Posted by Brynjar Níelsson on Friday, 9 April 2021