Innlent

Brynjar skilur illa hátt­virtan „skó­­­lausan“ Björn Leví

Brynjar Níels­son eru lítt hrifnir af til­lögu um að hætt verði að nota á­vörpin „hátt­virtur“ og „hæst­virtur“ í þing­sal. Brynjar segir einn flutnings­manninn, Björn Leví, masa ó­skiljan­lega hluti „skó­laus í lörfum.“

Hæstvirtur Brynjar Níelsson er lítt hrifinn af óskiljanlegu masi Björns Leví hins skólausa sem einmitt vill ekki vera hæstvirtur. Fréttablaðið/Samsett

Bræðurnir Brynjar og Gústaf Níelssynir hafa nokkrar áhyggjur af hnignandi virðingu Alþingis og eru lítt hrifnir af tillögu, nokkurra þingmanna Pírata og Samfylkingar, um að hætta að nota ávörpin „háttvirtur“ og „hæstvirtur“ í þingsal.

Brynjar beinir sérstaklega spjótum sínum að einum flutningsmanni tillögunnar Píratanum Birni Leví Gunnarssyni þegar hann skrifar á Facebook: „Talandi um að vera fastur í innantómu þrasi og aukaatriðum. Er ekki nóg að vera skólaus í lörfum masandi einhverja óskiljanlega hluti.“

Sjá einnig: Vilja úthýsa háttvirtum og hæstvirtum af þingi

Björn Leví svarar Brynjari með spurningu um leið og hann minnir Brynjar á hið fornkveðna að oft bylur hæst í tómri tunnu. „Ég skil alveg ástæðuna fyrir þessari hefð, það þýðir ekki að þetta sé eina lausnin?,“ spyr Björn Leví og forvitnast jafnframt um það hvort Brynjar viti sjálfur hvaðan ávarpshefðin er komin.

Brynjar hirðir ekki um að svara því og heggur aftur í sama knérunn: „Mér finnst bara merkilegt að varaþingmaðurinn, Margrét Tryggvadóttir, sem kemur inn á þingið í nokkra daga, skuli ekki hafa meira og merkilegra til málanna að leggja, Björn. Þetta sýnir kannski hvers miklu hnignunarferli stjórnmálin eru. En þið teknókratarnir eru auðvitað ósammála mér.“

Gústaf, stóri bróðir Brynjars Níelssonar, segir þau sem flytja tillöguna hvorki skeyta um „skömm né heiður.“ Fréttablaðið/Pjetur

Auk Margrétar og Björns Leví standa Logi Einarsson, Guðjón S. Brjánsson og Smári McCarthy að tillögunni en þau telja ávarpsorðin séu arf liðinnar tíðar og „endurspegli þjóðfélag þar sem við hæfi þótti að sýna fólki ólíka framkomu eftir þjóðfélagsstöðu“.

Bjánar og flón

Sagnfræðingurinn Gústaf Níelsson, bróðir þingmannsins Brynjars, hefur einnig sitthvað við tillöguna að athuga og fer ekki leynt með það á Facebook-síðu sinni:

„Lengi hef ég verið þeirrar skoðunar að alþingi verði sífellt lakar mannað. Sé ekki betur en að örlög alþingis verði ámóta og fjölmiðlanna, en á báða staði safnast hálfgerðir bjálfar og flón, sem ekkert vita í sinn haus, þó með lofsverðum undantekningum,“ skrifar Gústaf um tillögu nokkurra þingmanna Pírata og Samfylkingar um að afleggja „góða mannasiði“ á Alþingi með fyrrnefndum rökum sem Gústaf telur ekki fá staðist.

„Það er skemmst frá því að segja að þessi ávarpsorð hafa ekkert að gera með „mismunandi framkomu eftir þjóðfélagsstöðu“, heldur snýst þetta um virðingu Alþingis og virðingu alþingismanna fyrir hverjum öðrum. Þess er auðvitað ekki að vænta að fólk, sem hvorki skeytir um skömm né heiður, skilji slíkt.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Una gaf Birni Leví nýja inni­skó í þing­veislunni

Lífið

Þingmaðurinn sem berst við dreka í dýflissum

Fólk

Hall­dór drepur Björn Leví úr hlátri

Auglýsing

Nýjast

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

70 missa vinnuna fyrir árslok

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Auglýsing