Hægt er að horfa á Fréttavaktina í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld er þetta:

Brynjar Níelsson alþingismaður, sem er hættur við að hætta í pólitík, segir Sjálfstæðisflokkinn vera orðinn hugmyndafræðilega of þröngan og ekki rúma jafn margar skoðanir og áður. Brynjar vill áfram sitja á þingi en ekki er komið í ljós hvort sæti á framboðslista í Reykjavík standi honum enn til boða.

Jaðarsviðslistahátíðin Reykjavík Fringe Festival hefst á laugardaginn og yfir 150 viðburðir verða í gangi yfir átta daga. Nanna Gunnars leikkona og framkvæmdastjóri RVK Fringe Festival sest hjá Margrét Maack

Langvinn og nokkuð undarleg mál og einkalíf poppstjörnunnar Britney Spears hafa komist í hámæli nú þegar hún berst fyrir dómstólum um að fá að ráða sér sjálf en sjálfræði hennar er að mestu í höndum föður hennar eins og undanfarin ár. Britney er fangi frægðar, segir Benedikt Bóas blaðamaður sem fylgist náið með stjörnunni.

Fréttir dagsins eru í höndum Ara Brynjólfssonar fréttastjóra og Odds Ævars Gunnarssonar blaðamanns.