Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks gefur kost á sér í 2. sætið í Suðvesturkjördæmi.

Bryndís er í dag annar þingmaður kjördæmisins og skipaði 2. sæti listans fyrir þingkosningarnar 2016 og 2017. Hún er einn af varaforsetum þingsins og situr í efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd.

Bryndís situr einnig í Íslandsdeild ÖSE og Vestnorrænaráðinu. Hún leiddi þverpólitíska nefnd sem endurskoðaði Norðurslóðastefnu Íslands.

Bryndís hefur jafnframt setið í framtíðarnefnd forsætisráðherra og sat í starfshóp um mælikvarða fyrir hagsæld og lífsgæði. Hún sat einnig í bæjarstjórn Mosfellsbæjar 2010-2018 hún var þar formaður bæjarráðs og skipulagsnefndar.