Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur nú fært sig upp um eitt sæti eftir nýjar tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en hún er nú í öðru sæti með 793 atkvæði í 1. til 2. sæti.

Jón Gunnarsson færist þannig niður um eitt sæti frá því að fyrstu tölur voru tilkynntar en hann er nú í þriðja sæti með 996 atkvæði í 1. til 3. sæti. Í fjórða sæti er enn Óli Björn Kárason, sem er líkt og Jón og Bryndís þingmaður flokksins.

Fimmta og sjötta sætið skipa síðan nýliðarnir Arnar Þór Jónsson og Sigþrúður Ármann.

Í heildina höfðu um 4700 manns greitt atkvæði í prófkjörinu þegar kjörstöðum lokaði klukkan 18 en nú hafa 2984 atkvæði verið talin.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er heldur öruggur í fyrsta sætinu með 2441 atkvæði.