Lögmaðurinn Sigrún Jóhannsdóttir, sem er fyrrverandi réttargæslumaður brotaþola svokallaðs meðhöndlara, reyndi að koma sér undan vitnaskyldu í nauðgunarmáli gegn meðhöndlaranum sem flutt var í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Lögmaðurinn er á vitnalista hins ákærða en verjandi hans hefur áður lýst því að hann telji lögmanninn sjálfan hafa auglýst eftir brotaþolum til að kæra meðhöndlarann.

Bar lögmaðurinn þau boð til dómara í gær að hún hefði ekki tíma til að bera vitni. Eftir að dómarinn ítrekaði vitnaskylduna féllst lögmaðurinn á að gefa símaskýrslu í dag.

Um tíu vitni gáfu skýrslu í gær auk ákærða og brotaþola. Fleiri vitni gefa skýrslu í dag. Mun Fréttablaðið fjalla nánar um málið á fretta­bladid.‌is.

Málið sem nú er flutt í héraðsdómi varðar fimmtu ákæruna um nauðgun á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni. Hann hefur þegar verið sakfelldur fyrir að nauðga fjórum konum