Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fékk til­kynningu um grun­sam­legar manna­ferðir og að hugsan­lega væri verið að bera þýfi úr hús­næði í hverfi 210 í Garða­bæ í dag. Þegar lög­regla kom vett­vang voru meintir aðilar farnir en í ljós kom á vett­vangi að búið var að brjótast inn í alla­vega einn bíl­skúr og stela þaðan verð­mætum.

Skömmu síðar voru tveir aðilar hand­teknir í hverfi 108 í Reykja­vík sem voru í bif­reið og með þýfið með­ferðis. Báðir aðilarnir voru hand­teknir og vistaðir í fanga­geymslu vegna málsins. Allt þýfið fannst og verður því skilað til eig­anda.

Þjófnaður og um­ferðar­laga­brot

Til­kynnt var um þjófnað í verslun í mið­bænum í dag. Lög­regla ræddi við geranda á staðnum og málið var af­greitt með skýrslu.

Þá var einnig til­kynnt um um­ferðar­ó­happ í Hlíðunum. Til­kynningunni fylgdi að öku­maður hafði beðið um að lög­regla yrði ekki kölluð á vett­vang. Þegar lög­regla mætti svo á vett­vang kom í ljós að um­ræddur öku­maður var ekki með öku­réttindi.

Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglu.