Rann­sókn lög­reglu á brunanum að stúdenta­görðunum á Eggerts­götu fyrr í vikunni, þann 9. júlí, hefur leitt í ljós að hús­ráðandi sofnaði með sígarettu í hönd sem leiddi til þess að kviknaði í sængur­fötum. Segir í til­kynningu lög­reglu að eldurinn hafi fljótt borist um í­búðina. Rann­sókn lög­reglu er sögð hér með lokið og at­vikið skil­greint sem ó­happa­til­vik.

Greint hefur verið frá því áður að kona hafi verið hús­ráðandi í í­búðinni, sem var samt sem áður ekki leigu­taki í­búðarinnar. Hún vaknaði við eldinn og komst sjálf út úr í­búðinni í tíma.

„Allt er gjörónýtt í þessari tilteknu íbúð. Sem betur fer virðist að aðrar skemmdir ekki hafi orðið,“ sagði Rebekka Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta (FS), í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni.

Telja brunavörnum ábótavant

Eftir að greint var frá brunanum gagnrýndu íbúar FS brunavarnir hússins og sögðu þær vera af skornum skammti. Upplýsingafulltrúi FS telur öllum verkferlum hafa verið fylgt.