Slökkvi­starfi er enn ekki lokið í Hrís­ey þar sem kviknaðu í frysti­húsi Hrís­ey Sea­food í morgun. Slökkvi­liði hefur þó tekist að ná tökum á eldinum og unnið er að því að slökkva í glæðum og kæla bruna­rústir.

Út­lit er fyrir að húsið sé gjör­eyði­lagt og öll tæki og innan­stokks­munir orðið eldinum að bráð. Ekki er vitað um elds­upp­tök að svo stöddu en vett­vangur mun verða rann­sakaður þegar að­stæður leyfa.

Tals­verðan reyk leggur enn frá hús­næðinu og á­ætlar slökkvi­liðið að slökkvi­starf muni halda á­fram fram eftir degi.

Leit illa út um tíma

Slökkvi­liðs­­menn háðu mikla varnar­bar­áttu við eldinn í morgun og sagði slökkvi­liðs­­stjóri Akur­eyrar að bar­áttan hafi ekki gengið sér­­­lega vel um tíma. Farið var að loga í nær­­liggjandi húsi á níunda tímanum í morgun en búið er að ráða niður­­lög eldsins í því húsi núna.

Slökkvi­liðs­­menn, dælu­búnaður og kútar voru ferjaðir á eyjuna með Hrís­eyjar­­­ferjunni, fiski­bátum og björgunar­sveitar­bát frá Dal­­­vík. Þyrla Land­helgis­­gæslunnar flaug einnig norður þar sem hún er í við­bragðs­­stöðu.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af eldinum þegar einna verst lét sem íbúi Hríseyjar, Laimon­as Rimkus, tók með dróna í morgun.