Hin líbanska Is­raa Seblani ljómaði á brúð­kaups­daginn sinn í mynd­bandi þar sem mátti sjá hana sitja fyrir í síðum hvítum brúðar­kjól. Sviðs­myndin breyttist þó snögg­lega þegar ógn­væn­leg druna heyrðist og högg­bylgja hreif brúðina og ljós­myndara með sér.

Mynd­bandið fangaði andar­takið þegar gríðar­stór sprenging varð í höfuð­borg Líbanon á þriðju­daginn með þeim af­leiðingum að 135 manns týndu lífinu og yfir fimm þúsund slösuðust.

Óttaðist dauðann

Seblani, sem er læknir, að­stoðaði þau særðu í ná­grenninu áður en hún og eiginmaður hennar yfir­gáfu borgina. Degi síðar sagði Seblani orð ekki fá því lýst hvernig það var að ganga í gegnum á­líka lífs­reynslu.

„Ég get ekki lýst því sem gerðist þegar sprengingin átti sér stað. Ég var í á­falli,“ sagði Seblani í sam­tali við Reu­ters. „Ég velti því fyrir mér hvað hafði gerst. Er ég að fara að deyja, hvernig mun ég deyja?“ voru hugsanir sem sóttu á Seblani.

Ó­lýsandi eyði­legging

Brúð­hjónin gengu um rústir borgarinnar en þrúgandi sorg fyllti and­rúms­loftið. „Það er ekki hægt að lýsa eyði­leggingunni og hljóðinu í sprengingunni,“ sagði Ahmad Subei, unnusti Seblani.

„Við erum enn í losti.. ég hef aldrei heyrt annað eins hljóð og það sem kom í kjöl­far sprengingarinnar.“