Flugvél sem átti að fljúga frá Bretlandi til Rúanda með hælisleitendur er í óvissu eftir inngrip Mannréttindadómstóls Evrópu. Brottflutningi tveggja hælisleitenda sem voru um borð í vélinni var frestað á síðustu stundu. The Guardian greinir frá þessu.
Til stóð að vísa sjö eða átta manns frá Bretlandi til Rúanda en lögfræðingum þeirra virðist hafa náð að stöðva brottvísun þeirra, en reynt hefur verið að koma í veg fyrir að vélin kæmist af stað í allan dag.
Í fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar segir að hælisleitendur verði sendir til Rúanda sem taldir eru hafa komið ólöglega til Bretlands yfir Ermarsund. Hælismál verði tekin upp í Rúanda og hælisleitendur geta þá fengið hæli í Rúanda til allt að fimm ára. Annars býðst þeim að leita annarra leiða til að vera í landinu eða sæta brottflutningi.