Brott­fall hefur ekki aukist í fram­halds­skólum landsins vegna Co­vid-far­aldursins.

Elísa­bet Siem­sen, rektor Mennta­skólans í Reykja­vík, segir að nem­endur í MR fari nær undan­tekningar­laust yfir í aðra skóla ef þeir hætta. „Við teljum það mikil­vægt að nem­endur komist þá í aðra skóla en hverfi ekki frá námi. Mjög lítið var um að nem­endur hættu vegna veikinda, í raun færri nem­endur en árin á undan. Aðrar tölur eru mjög svipaðar. Við erum að tala um í heild innan við 30 nem­endur af tæp­lega 700,“ segir Elísa­bet.

Guð­ríður Eld­ey Arnar­dóttir, skóla­meistari Mennta­skólans í Kópa­vogi, kannast ekki við mark­tæka aukningu á brott­falli frá því far­aldurinn hófst. „En eigum eftir að taka þetta saman upp á punkt og prik og þá hvort það tengist til­teknum nem­enda­hópum.“

Verzlunar­skóli Ís­lands, Mennta­skólinn við Hamra­hlíð og Mennta­skólinn á Egils­stöðum hafa allir svipaða sögu að segja.

„Brott­fall úr Verzlunar­skólanum er að öllu jöfnu mjög lítið og við höfum ekki séð mun á því núna, segir Guð­rún Inga Sí­vert­sen, skóla­stjóri Verzlunar­skóla Ís­lands.

Steinn Jóhanns­son, rektor MH, segir brott­fallið hafa senni­lega minnkað ef eitt­hvað er. „Þessa dagana er frá­bær mæting í skólann og nem­endur á­nægðir að vera komnir aftur í skólann og í fullt stað­nám.“

Árni Óla­son, skóla­meistari Mennta­skólans á Egils­stöðum, segir Austur­land lítið snortið af Co­vid hingað til og að engin smit hafi komið upp í skólanum. „Nem­endur hafa skilað sér vel í skólann í haust,“ segir Árni.