Fraktflugvél frá póstþjónustunni DHL brotnaði í tvennt eftir neyðarlendingu í Kosta Ríka. Áhöfn flugvélarinnar komust af heil á húfi, einungis einn þurfti á læknisskoðun að halda en það var til varúðarráðstafana. The Guardian greinir frá þessu.
Flugvélin var ný tekin á loft frá Kosta Ríka þegar flugstjóri vélarinnar tók eftir viðvörunum. Stuttu seinna lenti vélin neyðarlendingu á Juan Santamaria flugvellinum, þar rann flugvélin út af flugbrautinni og brotnaði þar í tvennt. Flugvélin var að gerðinni Boeing 757-200.
Flugvellinum var lokað í fimm tíma. Lokunin hafði áhrif á 8.500 manns og 57 skipulagðar flugferðir, en ekki var flogið frá flugvellinum á meðan flugvöllurinn var lokaður.
DHL hefur virkjað rannsóknarnefnd sína og saman mun hún vinna með rannsóknarnefnd á vegum yfirvalda í Kosta Ríka. Saman vinna þau að því að flytja flugvélina frá slysstað, sem og að rannsaka hver orsök atviksins var.
Myndband náðist af atvikinu og hefur því verið deilt á Twitter.
A much clearer version of the crash landing has emerged!
— AviationSource (@AvSourceNews) April 7, 2022
Source: Unknown#DHL #AvGeek pic.twitter.com/FCYbgFaW0H