Fraktflug­vél frá póst­þjónustunni DHL brotnaði í tvennt eftir neyðar­lendingu í Kosta Ríka. Á­höfn flug­vélarinnar komust af heil á húfi, einungis einn þurfti á læknis­skoðun að halda en það var til varúðarráðstafana. The Guar­dian greinir frá þessu.

Flug­vélin var ný tekin á loft frá Kosta Ríka þegar flug­stjóri vélarinnar tók eftir við­vörunum. Stuttu seinna lenti vélin neyðar­lendingu á Juan Santa­maria flug­vellinum, þar rann flug­vélin út af flug­brautinni og brotnaði þar í tvennt. Flugvélin var að gerðinni Boeing 757-200.

Flug­vellinum var lokað í fimm tíma. Lokunin hafði á­hrif á 8.500 manns og 57 skipulagðar flugferðir, en ekki var flogið frá flug­vellinum á meðan flug­völlurinn var lokaður.

DHL hefur virkjað rannsóknarnefnd sína og saman mun hún vinna með rannsóknarnefnd á vegum yfirvalda í Kosta Ríka. Saman vinna þau að því að flytja flugvélina frá slysstað, sem og að rannsaka hver orsök atviksins var.

Myndband náðist af atvikinu og hefur því verið deilt á Twitter.