Kínverjar nýta sér nú auknum mæli andlitsgreiðslutækni þar sem hægt er að greiða fyrir vörur einfaldlega með því að horfa í þess til gerðar myndavélar. Farsímagreiðslur hafa notið mikilla vinsælda í Kína og er tæknin þar ein sú fullkomnasta í heimi. Nú hefur verið gengið skrefinu lengra þar sem viðskiptavinir geta tengt andlit sitt við stafræn greiðslukerfi eða bankareikninga.

„Ég þarf ekki einu sinni að taka símann með mér,“ sagða Bo Hu, upplýsingafulltrúi bakarís sem hefur þegar starfrækt andlitsgreiðsluvélar í hundruðum verslana sinna. Andlitsþekkingartækni hefur fleytt hratt áfram á síðustu misserum og geta nú allir sem nýta sér farsímagreiðslu borgað með andlitinu sínu.

Óttast að ríkið misnoti tæknina

Hugbúnaðurinn sem nýttur er til andlitsgreiðslu er þegar í notkun víða um landið, oft til að fylgjast með borgurum. Kínversk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að nýta sér tæknina til að fylgjast með pólitískum andstæðingum og aktivistum.

Einhverjir óttast að ríkið muni nú nýta sér gögn andlistgreiðsluvélanna í eigin tilgangi. Flestir virðast þó vera ótruflaðir og fagna tækninýjunginni. Búist er við að tæknin muni hasla sér völl í auknum mæli á næstu mánuðum en flestir notendur telja þetta vera öruggari leið til að greiða en að nýta sér lykilorð.

Fegurðarfilter væntanlegur

Yfir 60 prósent viðskiptavina sammæltust þó um að aðal hængur tækninnar væri að vélarnar létu þeim líða eins þau væri „ljót.“ Fyrirtæki á markaðnum hafa svarað kvörtununum með því að lofa því að „fegurðar filter“ sem muni fríkka fólk muni bráðlega vera tekin í notkun í greiðsluvélunum.