James Spears, faðir Brit­n­ey Spears, verður fjar­lægður sem for­ráða­maður hennar, sam­kvæmt úr­skurði Brendu Penny, dómari í Los Angeles. Brit­n­ey verður því í fyrsta sinn frá árinu 2008 ekki undir for­ræði föður síns.

Brit­n­ey Spears hafði ekki rætt málið mikið opin­ber­lega en í sumar rauf hún þögnina og sagðist vilja frelsi undan föður sínum. Hann sóttist eftir for­ræði yfir henni fyrir þrettán árum síðan og bar undir að hún ætti við fíkni­efna- og geð­ræna vanda að stríða.

Ekki hefur enn verið tekin á­kvörðun um það hvort söng­konan fái sjálf­ræðið sitt á ný en farið verður yfir það eftir ein­hverjar vikur, þegar búið er að rann­saka málið meira. John Za­bel bókari hefur verið settur tíma­bundið yfir fjár­mál Brit­n­ey þangað til.