Brimbrettafélag Íslands (BBFÍ) hefur sett af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhugaðri stækkun Sveitarfélagsins Ölfus á hafnargarðinum í Þorlákshöfn.

Stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn hefur verið í aðalskipulagi bæjarins frá árinu 2010 en í lok síðasta árs tryggði fjármögnun ríkisins stækkun hafnarinnar og nýtt deiliskipulag var samþykkt. Heildarkostnaður framkvæmdanna er um fjórir milljarðir króna. Andmælaréttur við deiliskipulaginu stendur til miðvikudags.

Brimbrettaiðkendur eru ekki sáttir með breytinguna á deiliskipulaginu en þar mun hluti brimbrettasvæðisins hverfa undir athafnasvæði og nýja og stærri bryggju.

Steinarr Lár, formaður Brimbrettafélag Íslands.
Fréttablaðið/ Daníel Rúnarsson

Steinarr Lár, for­maður BBFÍ, segir að fari fram­kvæmdin í gegn muni einn vin­sælasti og á­reiðan­legasti brimbretta­staður á Ís­landi eyði­leggjast.

„Um ræðir mjög ein­staka náttúru­perlu. Þeir sem stunda ekki brimbretti átta sig kannski ekki á hvað það er fá­gætt að sjór og aldi hagi sér eins og það gerir í Þor­láks­höfn. Við fundum þennan stað fyrir 25 árum og hér er í­þróttin. Þessi alda er sú besta sem völ er á á suð­vestur­horninu og einnig sú á­reiðan­legasta,“ segir Steinarr.

Ein­stakt fyrir margar sakir


Steinarr segir að nokkrar teikningar liggi til grund­vallar að fyrir­huguðum breytingum sem munu ekki hafa á­hrif á brimbretta­svæðið. BBFÍ hafi óskað eftir sam­tali við bæjar­yfir­völd til að koma sjónar­miðum þeirra á fram­færi.

„Við brimbretta­menn og konur erum von­góð að finna leið út úr þessu sem getur orðið öllum til hags­bóta. Strand­lengjan er ansi löng og það er vel hægt að stækka þessa höfn til austurs, eins og teikningar sem til eru sýna. Við viljum gera allt til að að­stoða sveitar­fé­lagið við að koma þessari fram­kvæmd í þann far­veg að vernda þetta ein­staka úti­vistar­svæði, það eru miklir hags­munir í því fyrir bæinn líka,“ bætir Steinarr við.

Svæðið í Þor­láks­höfn er ein­stakt en þar er hægt er að surfa á Aðal­brotinu í flóði og fjöru. Fjöl­margir at­vinnu­brimbretta­menn hafa lagt leið sína til landsins undan­farin ár til að surfa í Þor­láks­höfn.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.

Fjárfesting upp á fjóra milljarða

Elliði Vignis­son, bæjar­stjóri Ölfuss, segist ekki geta svarað því hvort að þær á­hyggjur sem hafi verið viðraðar verði grund­völlur ein­hverja breytinga. „Við sýnum þessum sjónar­miðum fulla virðingu og förum yfir stöðu mála með þeim. Þetta er hins vegar ára­tuga þróun hafnarinnar sem er þarna undir og fjár­festingar upp á vel fjóra milljarða og er full­fjár­magnað, segir Elliði.

Hann segir að stækkunin feli í sér mikla mögu­leika fyrir Þor­láks­höfn. En að fram­kvæmdum loknum munu 180 metra löng skip og 30 metra breið geta nýtt höfnina. Þá er stefnt að því að far­þega­ferja hefji siglingar frá Evrópu til Þor­láks­hafnar.
Hann bætir því við að horft sé til um­hverfis­sjónar­miða í öllum þeim fram­kvæmdum sem sveitar­fé­lagið standi fyrir.