Brimbretta­kappa og sund­fólk rak í roga­stans þegar hnúfu­bak­s­kálfur og móðir hans áttu leið hjá Man­ly ströndinni í S­yd­n­ey í Ástralíu í dag.

Mann­fólkið virðist hafa vakið for­vitni kálfsins sem synti að­eins nokkra metra frá fólkinu. Móðirin fylgdi fast á eftir af­kvæmi sínu og stöldruðu mæðginin við um stund áður en þau syntu í burtu.

Ó­venju­leg hegðun

Vanir brimbretta­kappar sögðust aldrei hafa séð hvali svo ná­lægt ströndinni í S­yd­n­ey í sam­tali við Guar­dian.

„Það var verið að benda á eitt­hvað og þegar ég leit við var sá stutti þarna rétt hjá,“ sagði brimbretta­kappinn Josh í sam­tali við Guar­dian. „Mamman flýtti sér svo að honum, ég held að hún hafi gert sér grein fyrir því hve ná­lægt fólkið var.“

Myndir af at­vikinu hafa vakið mikla at­hygli á vefnum en þar sjást fjöldi brimbretta­kappa dóla sér á brettunum í nokkurra metra fjar­lægð frá hvölunum.