Brimborg fagnar 100 ára afmæli Citroën með frumsýningu á afmælisútgáfunum Citroën C3 Aircross Origins og Citroën C4 Cactus Origins og frábærum afmælistilboðum laugardaginn 21. september milli kl. 12-16 í sýningarsal Citroën við Bíldshöfða 8. Citroën hefur verið hluti af daglegu lífi síðan 1919 og fagnar því aldar afmæli. Citroën er innblásin af lífi fólks í öll þessi ár og löngun þeirra til að hafa frelsi til að fara á milli staða til upplifa nýja hluti og búa til minningar!

“Origins” afmælisútgáfur Citroën einkennast af litasamsetningunni sem eru hvítur, ljós grár, dökk grár og svartur. Afmælisútgáfan kemur með brons-litaðri samsetningu sem vísar í fyrstu gírstöngina og tengir þannig við einstaka sögu Citroën.